top of page

Þýðingar yfir á ensku

Ég hef þýtt úr íslensku yfir á ensku frá því árið 2008, m.a. fyrir listamenn, ýmiss konar fyrirtæki og fræðimenn úr hinum ýmsu greinum. Fjölþætt háskólamenntun og haldgóð reynsla af leiðréttingum og yfirferð ensks texta gerir mér kleift að vinna með fjölbreyttan stíl og margvísleg umfjöllunarefni. Ég er jafnvíg á að þýða yfir á breska ensku og ameríska ensku. Ég er sátt ef viðskiptavinirnir eru sáttir og alltaf til í að fara yfir drög með höfundum og fínpússa texta þar til allt smellur saman.
 
Það er alltaf heppilegast að ráða til starfa þýðanda sem þýðir yfir á móðurmál sitt. Þess vegna þýði ég eingöngu yfir á ensku. Það sama á við þegar ákveðinn tónn, rétt málfræði og fágað flæði íslensks texta þarf að skila sér á ensku. Þá borgar sig að nota þýðanda sem hefur ensku að móðurmáli, býr að reynslu af skrifum og hefur ástríðu fyrir notkun tungumálsins. Vinsamlegast hafið samband og athugið hvort ég geti veitt umbeðna þjónustu.

Myndlist

Segulmögnuð og heillandi orka íslenska listheimsins togaði í mig og landið varð heimaland mitt í áratug. Þar hófst ferill minn sem þýðandi.

Fræði

Það hefur verið afar gefandi að vinna að þýðingum og ritstjórn með fræðimönnum úr ólíkum greinum, hvort sem þeir starfa í háskólum eða sjálfstætt.

Fyrirtæki

Ég er mjög meðvituð um mikilvægi nákvæmni, fagmennsku og þess að virða skilafrest í tengslum við gerð ársskýrslna, kynningarefnis og vefsíðugerð.

bottom of page