Shauna Laurel Jones
Myndlist
Starf mitt hefur oftar en ekki haft tengingu við listir, hvort heldur um er að ræða þekkt listasöfn og gallerí eða minni stofnanir og sjálfstæða listamenn. Á meðal viðskiptavina eru Listasafn Reykjavíkur, i8, Nýlistasafnið og Verksmiðjan á Hjalteyri. Ég hef einnig fengist við þýðingar fyrir Myndlistarmiðstöðina, Listasafnið á Akureyri og bókaútgáfuna Crymogea.
Aðdráttarafl myndlistarsenunnar í Reykjavík varð til þess að ég flutti til borgarinnar árið 2007 en þá hafði ég nýlega lokið meistaraprófi í listasögu frá University of California í Santa Barbara. Ásamt því að skrifa um listalíf og listamenn á staðnum fór ég að reyna fyrir mér sem þýðandi. Í samstarfi við fleiri aðila þýddi ég efni sem tengdist listheiminum. Meðal fyrstu stóru verkefnanna var bókin Icelandic Art Today sem var dreift á alþjóðavísu. Fyrir þá bók skrifaði ég æviágrip fjögurra listamanna og þýddi 27 til viðbótar (ásamt Önnu Önfjörð). Hitt verkefnið var Sýningayfirlit Nýlistasafnsins 1978–2008 (ásamt Vilborgu Ólafsdóttur). Um er að ræða umfangsmikið og ítarlegt sýningayfirlit eins mikilvægasta listamannarekna sýningarrýmis á Íslandi. Ég hef einnig þýtt viðtöl og greinar um listamennina Eggert Pétursson, Sigurð Guðmundsson og Einar Fal Ingólfsson.
Árið 2018 flutti ég til London með íslenskt vegabréf í vasanum. Ég hafði tengst landinu sterkum persónulegum og faglegum böndum og lít enn á það sem mitt heimaland. Nýlegar þýðingar eru dæmi um afrakstur þessa sambands míns við íslenska menningargeirann. Sem dæmi má nefna greinar er fjalla um mikilsvirta listamenn eins og Birgi Andrésson (In Icelandic Colours), Guðjón Ketilsson (Jæja), og Heklu Dögg Jónsdóttur (Núlleyja). Enn fremur þýddi ég Að búa sér til pláss: Arkíf um listamannarekin rými fyrir Nýlistasafnið og hluta útgáfunnar Draumarústir, þar sem sögð er saga Verksmiðjunnar á Hjalteyri.
Vinsamlegast hafið samband og óskið eftir tilboði.
Shauna fléttar saman afburða þekkingu á listasögu og listfræði við næmni fyrir blæbrigðum tungumálsins. Hún býr yfir yfirgripsmikilli sérþekkingu á íslenskum listheimi, og á auðvelt með að nota sér þá þekkingu til að skila áhugaverðu og hnökralausu verki. Betri samverkamaður er vandfundinn.
—Jóhannes Dagsson, heimspekingur, myndlistarmaður og dósent við Listaháskóla Íslands