Shauna Laurel Jones
Fyrirtæki
Textagerð og efnistök skipta höfuðmáli til að skapa og viðhalda ímynd. Það á jafnt við um sprotafyrirtæki, óhagnaðardrifin samtök sem og stórfyrirtæki. Þið vitið best hvernig íslenskan virkar en til að ná inn á enskumælandi markað getur reynst afar hjálplegt að nýta krafta fagmanneskju svo að skilaboðin og ímyndin skili sér á farsælan hátt.
Ég hef þýtt fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, bæði einka- og ríkisrekinna, undanfarin fimmtán ár. Verkefnin hafa m.a. verið þýðingar og yfirferð á kynningarefni, vefsíðutexta, bæklingum og ársskýrslum. Við þýðingar og yfirferð texta legg ég mig fram um nákvæmni, samræmi í framsetningu og gæti vel að öllum smáatriðum. Ég er áreiðanleg og skila verkefnum á tilsettum tíma.
Ég bjó í Reykjavík í rúm tíu ár og hef heimsótt landið reglulega eftir að ég flutti til London. Ég hef því góðan skilning á menningar- og málfarslegum blæbrigðum sem gætu sannarlega átt það á hættu að tapast í þýðingu. Ég legg mig fram um að finna hnitmiðaðar og viðeigandi lausnir á ensku við þýðingu á íslenskum orðtökum og orðatiltækjum. Þar að auki er ég alltaf til í að bæta við mig sérhæfðum orðaforða (spyrjið mig út í fiskibáta!).
Vinsamlegast hafið samband og fáið tilboð í það verkefni sem fyrirtækið óskar eftir.
Shauna hefur unnið við þýðingar og prófarkalestur fyrir Aton.JL á fjölmörgum stórum og smáum verkefnum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina okkar. Hún er afar vönduð í vinnubrögðum og einstaklega þægileg að vinna með. Við vonumst til að njóta starfskrafta hennar áfram.
—Ingólfur Hjörleifsson, texti og greining, Aton.JL